Kirkjan á Klyppstað

9. júlí 2019

Kirkjan á Klyppstað

Klyppstaðarkirkja

Hin árlega messa á Klyppsstað í Loðmundarfirði fer fram sunnudaginn 14. júlí kl. 14.00. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Þorgeir Arason munu þjóna fyrir altari. Jón Ólafur Sigurðsson organisti sér um tónana og Bakkasystur frá Borgarfirði leiða sönginn.

Heilsársbúsetu í Loðmundarfirði lauk raunar 1973 og mun samgönguleysi hafa ráðið mestu um að þessi grösuga sveit fór í eyði, en prestarnir láta það ekki stoppa sig og munu þjóna sem endranær í þessari fallegu kirkju á Klyppstað.

Kirkjan var byggð í tíð sr. Björns Þorlákssonar á Dvergasteini sem tók við prestsþjónustu í Loðmundarfirði og er síðasti þjónandi presturinn á Klyppstað.

Yfirsmiður var Jón Baldvin Jóhannesson, bóndi í Stakkahlíð, sem meðal annars hafði komið að smíði Hjaltastaðarkirkju er sr. Björn var þar. Með honum vann aðallega Hallur E. Magnússon, Skagfirðingur, er síðar flutti til Vesturheims.

Gamla kirkjan var rifin 17. júní 1895 og daginn eftir tekið að höggva saman grind þeirrar nýju (sbr. dagbók kirkjusmiðs) og svo rösklega unnið að kirkjan var vígð á jóladag. Viðir úr gömlu kirkjunni voru nýttir eins og hægt var. Altari og altarisgrindur eru úr gömlu kirkjunni.

Vegurinn er aðeins fær jeppum, en hér sjáið þið staðsetningu kirkjunnar: Kort

Kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á staðnum að messu lokinni.

Allir velkomnir!

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.