Nýr mannauðsstjóri á Biskupsstofu

12. júlí 2019

Nýr mannauðsstjóri á Biskupsstofu

Ingunn ÓlafsdóttirRáðinn hefur verið nýr mannauðsstjóri Biskupsstofu. Hún heitir Ingunn Ólafsdóttir og er lögfræðingur að mennt. Mun hún hefja störf á hausti komanda.

Ingunn lauk lagaprófi (cand.jur gráðu) frá Háskóla Íslands, þar sem hún lagði m.a. áherslu á vinnumarkaðsrétt og LLM gráðu frá Johann Wolfgang Goethe Universität. Þá hefur hún lokið diplómanámi í viðskiptafræði auk náms í markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.

Ingunn starfaði sem mannauðsstjóri hjá Flugmálastjórn og Flugstoðum á árunum 2001-2010 þar sem hún stýrði starfsþróunar- og launadeild. Þar bar hún m.a. ábyrgð á endurmenntun starfsmanna, gerð og eftirfylgni mannauðsstefnu, hafði umsjón með starfsþróunar- og fræðsluáætlunum, sá um ráðningar og samhæfingu á launum starfsmanna. Auk þess kom hún að gerð kjarasamninga en hún var í samráðsnefnd stofnunarinnar og stéttarfélaga og sat fundi hjá ríkissáttasemjara vegna samninga við ákveðnar starfsstéttir.

Við sameiningu Flugstoða og Keflavíkurflugvallar, í félagið Isavia árið 2010, færðist Ingunn í starf lögfræðings og skrifstofustjóra yfirstjórnar Isavia þar sem hún sinnti öllum lögfræðilegum verkefnum félagsins sem m.a. vörðuðu vinnumarkaðs- og samningarétt.

Árið 2014 hóf Ingunn störf sem mannauðsstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu og dótturfélögum, hér á landi og erlendis. Starf hennar þar hefur m.a. falist í stefnumörkun mannauðsmála, gerð og eftirfylgni mannauðsstefnu, starfsþróun, innleiðingu rafræns fræðslukerfis, gerð og eftirfylgni mannauðsferla, túlkun kjarasamninga og umfjöllun um atriði er varða vinnumarkaðsrétt. Þá stýrði hún jafnframt innleiðingu á nýrri persónuverndarreglugerð sem og innleiðingu og vottun á jafnlaunastaðli og tekur virkan þátt í gæðaráði fyrirtækisins.

  • Frétt

  • Samstarf

  • Skipulag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju