12. júlí 2019
Pílagrímar mettaðir á Staðarstað
.jpg?proc=NewsImage)
Fyrir nokkrum áratugum var komið upp líkneski af Maríu guðsmóður við lind eina hjá Hellnum á Snæfellsnesi. Lengi vel var lindin kölluð Gvendarbrunnur en margir telja að Guðmudur biskup Arason hinn góði (1161-1237) hafi blessað lindina og að guðsmóðir birst honum þar árið 1230.
Við lindina er gjarnan farið með þessi orð:
„Heil sért þú, María, full náðar. Drottinn er með þér. Blessuð ert þú meðal kvenna, og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.“