Fríða Kristín Gísladóttir listmálari

14. júlí 2019

Fríða Kristín Gísladóttir listmálari

Fríða Kristín GísladóttirFríða Kristín Gísladóttir listmálari opnar sýninguna “Ljósið líkamnað” á mánudaginn 15. júlí, í Háteigskirkju Gallerí Göngum, frá kl. 17 - 19, en þann dag verður hún sextug. Það er því gott tilefni til að fagna. Fríða hefur haldið fjöldan af einka- og samsýningum og unnið við málverkið í að verða 20 ár. Hún byrjaði ferilinn kornung, aðeins 16 ára, með því að mála á 200 metra vegg gamla Ísbjarnarins á Seltjarnarnesi þar sem hún ólst upp frá 9 ára aldri. Siðan lá leið hennar í Mynd og Handíðaskólann og svo þaðan út í heim þar sem stefnan var tekin á fatahönnun og svo módelstörf og liststjórn.

Verkin á sýningunni eru að mestu unnin á þessu ári, því verk hennar eru nú þegar komin á ýmsa áfangastaði út um allan heim. Nýverið fékk hún birt verk i timaritinu “New Observations” í New York (sem fer á öll helstu söfn og listaskóla og er styrkt af Harward) ásamt heimsfrægum listamönnum. Verk hennar verða bráðlega til sölu í tónheilunarhofi í Bandaríkjunum. Einnig er hún með sýningu hjá Systrasamlaginu og í Kaliash í Hafnafirði og verður með á samsýningu í Zürich í Swiss í ágúst á þessu ári. Fríða rekur ásamt þrettán öðrum listamönnum galleríið ART67 á Laugavegi 61.

Um verk Fríðu

Verk Fríðu eru Niðurhal Ljóssins. Listamaðurinn málar í hugleiðslu þar sem hún tengir við æðri vitund, með óttalausum ásetningi um að hlaða niður Ljósinu, leyfir hún alheimskærleikanum að flæða í gegnum hendur sínar. Útkoman er birtingarmynd Ljóss og Ljósvera á striga. Tilgangurinn er að veita áhorfandanum hátíðnis upplifun og vellíðan.
Friða er einnig undir áhrifum frá náttúrufyrirbrigðum eins og norðurljósum og fossum.

Um sýninguna “ Ljósið líkamnað”

Þá lýsa þessi orð best þeim hughrifum sem málverkinu er ætlað að framkalla. Með ögrandi litasamsetningum og litablöndum þar sem listamaðurinn hefur ögrað sér í litavali og farið vel út fyrir þægindaramman. Við það verður til sköpun sem hrópar á viðbrögð frá áhorfandanum.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Viðburður

  • Viðburður

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju