Þau standa vaktina

20. júlí 2019

Þau standa vaktina

Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir standa vaktina

Á Skálholtshátíð er mikið um að vera. Ekki einasta tónleikahald, hátíðarguðsþjónusta og ræðuhöld úti í kirkju heldur þarf líka einhver að standa vaktina í eldhúsi staðarins. Það er hjarta hússins.

Matur er mannsins megin, er sagt. Þau Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir sjá um matseld í eldhúsi Skálholts. Alltaf verður eitthvað að vera á takteinum fyrir gesti og gangandi.

Tíðindamaður kirkjan.is leit í eldhúsið til þeirra í dag. Léttur andi og ilmandi sveif yfir pottum og pönnum. Þegar matur er framreiddur með gleði og umhyggju þá verður hann góður.

Það er mikil ábyrgð sem hvílir á Evu Björk og Sölva sem njóta aðstoðar nokkurra starfsmanna við matartilbúning. En þau bera ábyrgðina. Allt er í röð og reglu, hreinlegt og myndarlegt. Hér er fagfólk á ferð.

Í kvöld verður mannfagnaður í Skálholti eins og venja er í kringum Skálholtshátíð. Matseðillinn getur vart íslenskari verið: villtur lax úr Hvítá með íslensku blómkáli og spergilkáli. Og að sjálfsögðu nýjar íslenskar kartöflur með og íslenskt smjör. Í eftirrétt er svo skyrkaka.

Spurður hvort aðstaðan sé ekki góð í eldhúsi Skálholts kveður Sölvi já við því. En verður litið á tröppurnar úr neðra eldhúsi upp í það efra og segir með bros á vör að þær komi í stað fjallgönguferða.

Þau Sölvi og Eva Björk standa vaktina í Skálholti með miklum sóma.

Villtur lax úr Hvítá

Nýjar íslenskar kartöflur


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju