Laufásprestakall laust til umsóknar

1. ágúst 2019

Laufásprestakall laust til umsóknar

Gamli Laufásbærinn og LaufáskirkjaBiskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Laufásprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Skipað er í embættið frá 1. nóvember 2019 til fimm ára.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 og um presta nr. 1011/2011, svo og leiðbeinandi reglna biskups Íslands frá 2017 fyrir umsækjendur um laus prestsembætti. . Með því að sækja um embættið staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur. Starfsreglur þessar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is.

Í Laufásprestakalli eru fimm sóknir, Laufás- og Grenivíkur-, Svalbarðs-, Háls-, Ljósavatns- og Lundarbrekkusóknir. Sóknir prestakallsins eru á samstarfssvæði með sóknum Laugalandsprestakalls í Eyjafjarðar- og Saurbæjarprófastsdæmi, þ.e. Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum.

Vísað er til þarfagreiningar sókna prestakallsins varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið. Auglýsing þessi og þarfagreining er birt á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is undir laus störf.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Laufásprestakalls kýs prest úr hópi framangreindra umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.

Umsækjendur geri skriflega grein fyrir starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn og væntingar er varða embættið.

Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 3. gr. starfsreglnanna. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið má finna á vef kirkjunnar www.kirkjan.is undir laus störf.

Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en hálfum mánuði eftir að prestakallið var auglýst laust til umsóknar.

Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Áskilinn er réttur til að skilgreina skyldur sem embættinu tilheyri við prófastsdæmið og biskupsstofu eða önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta. Embættið er auglýst með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Laufásprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Prestakallinu fylgir prestssetrið Laufás og er presti skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili. Vísað er til starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009. Fráfarandi sóknarprestur á rétt á jarðarafnotum til fardaga að vori 2020. Prestsbústaðurinn í Laufási verður þó afhentur viðtakandi presti við upphaf skipunar.

Nánari upplýsingar um embættið, starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar hjá sr. Jóni Ármanni Gíslasyni, prófasti Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis s. 866 2253 og á Biskupsstofu, s. 5284000.

Umsóknarfrestur um embættið er til miðnættis mánudaginn 2. september 2019.

Sækja ber um embættið rafrænt á vef kirkjunnar og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Vakin er athygli á því að nöfn umsækjenda um embættið verða birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.
  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju