Umsækjendur um Fossvogsprestakall

2. ágúst 2019

Umsækjendur um Fossvogsprestakall

Bústaðakirkja er önnur tveggja kirkna í prestakallinu. Hin er Grensáskirkja.Umsóknarfrestur um tvær stöður presta í Fossvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, rann út í gær, fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Alls bárust 12 umsóknir. Umsækjendur um embættin eru í stafrófsröð:

Mag. theol. Aldís Rut Gísladóttir

Sr. Anna Eiríksdóttir

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir

Mag. theol. Benjamín Hrafn Böðvarsson

Mag. theol. Erna Kristín Stefánsdóttir

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Gunnar Jóhannesson

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson

Dr. María Ágústsdóttir

Sr. Ólafur Jón Magnússon

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson

Sr. Sveinn Alfreðsson

Umsóknir fara til úrvinnslu hjá biskupsstofu og matsnefnd um hæfni til prestsembættis mun síðan fjalla um þær og velja fimm hæfustu umsækjendurna að mati nefndarinnar. Kjörnefnd Fossvogsprestakalls mun síðan kjósa á milli þeirra sem matsnefndin telur hæfasta. Skipað verður í bæði embættin frá 1. október 2019.

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Menning

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju