Námskeið um Biblíuna

7. ágúst 2019

Námskeið um Biblíuna

Sr. Þórhallur Heimisson er kunnur fyrirlesari og námskeiðshaldari.

Laugardaginn 17. ágúst heldur hann námskeið um Biblíuna. Segir sr. Þórhallur að farið verði í rannsóknarleiðangur um heimildir Biblíunnar og ritunarsögu og varpað ljósi á þessa fornu texta.

„Þetta námskeið er ætlað öllum, bæði þeim sem þegar þekkja til þessara texta og hinum sem minna þekkja til“, segir sr. Þórhallur. „Þetta er örstutt námskeið en gagnyrt, stendur frá kl. 9.00 til 13.00.“

Fyrri hluti námskeiðsins er helgaður Gamla testamentinu og apókrýfu (huldu) ritunum svokölluðu. Eftir kaffihlé verður fjallað um Nýja testamentið og gnóstísku guðspjöllin (Tómasarguðspjall, Maríuguðspjall, Júdasarguðspjall og fleiri). Einnig verða tengsl Biblíunnar og Kóransins skoðuð.

Þórhallur hefur ferðast vítt og breitt um Mið-Austurlönd og farið þar um sem leiðsögumaður. „Ég krydda námskeiðið með eigin myndum og frásögnum og upplifunum frá Ísrael, Jórdaníu, Egyptalandi, Tyrklandi og Persaflóaríkjunum“, segir sr. Þórhallur að lokum.

Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com og þar fást einnig nánari upplýsingar um námskeiðið.

Í lok námskeiðsins fá þátttakendur í hendur lesefnið um Biblíuna sem Þórhallur hefur tekið saman.

Markmið námskeiðsins er að allir geti kynnst töfrum Biblíunnar og byrjað að lesa hana sér til gleði og ánægju.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Námskeið

  • Námskeið

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju