Prestsvígsla á Hólum

12. ágúst 2019

Prestsvígsla á Hólum

Vígsluþegi krýpur við altari Hóladómkirkju

Í gær vígði sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, mag. theol., Jónínu Ólafsdóttur, en hún hefur verið settur prestur í Dalvíkurprestakalli næsta vetur, frá 1. október til 31. mars 2020.

Jónína er fædd á Egilsstöðum 1984 og ólst upp í Þingeyjarsýslu frá fimm ára aldri. Hún lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 2008 og Mag. theol. 2017, diplómaprófi í sálgæslu 2019 og vinnur nú að lokaritgerð til MA-prófs í guðfræði á sviði kristinnar hjónabandssiðfræði.

Jónína hefur starfað sem aðstoðarmaður dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, prófessors. Þá hefur hún fengist við margvísleg störf í söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tólf ár. Í fyrra var hún kjörin fulltrúi leikmanna á kirkjuþing fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 1. kjördæmi leikra, og mun nú láta af þeim störfum þar sem hún er komin í tölu vígðra þjóna.

Eiginmaður Jónínu er Eggert Þ. Þórarinsson, forstöðumaður í Seðlabanka Íslands, og eiga þau tvö börn.

Dalvíkurprestakall er myndað af Dalvíkur-, Miðgarða-, Möðruvallaklausturs-, Hríseyjar- og Stærra Árskógssóknum. Íbúar prestakallsins eru um 1.600 talsins.

Vígsluvottar voru dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Jón Ármann Gíslason, sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir.

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju