Nýr prestur

20. ágúst 2019

Nýr prestur

Jarþrúður Árnadóttir

Jarþrúður Árnadóttir hefur verið skipuð prestur í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá og með 1. september n.k.

Jarþrúður er fædd á Akureyri 12. október 1988. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2009, og mag. theol., með embættisgengi árið 2017. Jarþrúður var skiptinemi í einn vetur við Det Teologiske Menighetsfakultetet í Osló, Noregi, 2015.

Jarþrúður hefur starfað víða á kirkjulegum vettvangi og nú síðast í Noregi sem óvígður guðfræðingur. Þá hefur hún unnið við umönnum þroskaskertra og aldraðra.

Umsóknarfrestur rann út 18. júní s.l.


  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju