Nýr prestur

20. ágúst 2019

Nýr prestur

Jarþrúður Árnadóttir

Jarþrúður Árnadóttir hefur verið skipuð prestur í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá og með 1. september n.k.

Jarþrúður er fædd á Akureyri 12. október 1988. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2009, og mag. theol., með embættisgengi árið 2017. Jarþrúður var skiptinemi í einn vetur við Det Teologiske Menighetsfakultetet í Osló, Noregi, 2015.

Jarþrúður hefur starfað víða á kirkjulegum vettvangi og nú síðast í Noregi sem óvígður guðfræðingur. Þá hefur hún unnið við umönnum þroskaskertra og aldraðra.

Umsóknarfrestur rann út 18. júní s.l.


  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju