Nýr prestur við Langholtsprestakall

21. ágúst 2019

Nýr prestur við Langholtsprestakall

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Aldísi Rut Gísladóttur Mag Theol í stöðu prests við Langholtsprestakall í Reykjavík frá og með 1. september 2019.

Aldís Rut lauk guðfræðiprófi Mag theol frá Háskóla Íslands, með ágætiseinkunn, árið 2017. Aldís lauk einnig diplómanámi í sálgæslufræðum frá Endurmenntun háskólans fyrr á árinu ásamt því að leggja stund á mastersnám í guðfræði um þessar mundir.

Aldís hefur starfað í Grafarvogskirkju, bæði í barna og foreldrastarfi. Einnig var hún æskulýðsfulltrúi Guðríðarkirkju um þriggja ára skeið. Aldís er einnig menntaður yogakennari og hefur kennt bæði djúpslökun og meðgönguyoga Í Grafarvogskirkju.

Tveir aðrir umsækjendur voru um embættið.

  • Embætti

  • Frétt

  • Umsókn

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju