Nýr prestur við Langholtsprestakall

21. ágúst 2019

Nýr prestur við Langholtsprestakall

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Aldísi Rut Gísladóttur Mag Theol í stöðu prests við Langholtsprestakall í Reykjavík frá og með 1. september 2019.

Aldís Rut lauk guðfræðiprófi Mag theol frá Háskóla Íslands, með ágætiseinkunn, árið 2017. Aldís lauk einnig diplómanámi í sálgæslufræðum frá Endurmenntun háskólans fyrr á árinu ásamt því að leggja stund á mastersnám í guðfræði um þessar mundir.

Aldís hefur starfað í Grafarvogskirkju, bæði í barna og foreldrastarfi. Einnig var hún æskulýðsfulltrúi Guðríðarkirkju um þriggja ára skeið. Aldís er einnig menntaður yogakennari og hefur kennt bæði djúpslökun og meðgönguyoga Í Grafarvogskirkju.

Tveir aðrir umsækjendur voru um embættið.

  • Embætti

  • Frétt

  • Umsókn

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju