Nýr prestur við Langholtsprestakall

21. ágúst 2019

Nýr prestur við Langholtsprestakall

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Aldísi Rut Gísladóttur Mag Theol í stöðu prests við Langholtsprestakall í Reykjavík frá og með 1. september 2019.

Aldís Rut lauk guðfræðiprófi Mag theol frá Háskóla Íslands, með ágætiseinkunn, árið 2017. Aldís lauk einnig diplómanámi í sálgæslufræðum frá Endurmenntun háskólans fyrr á árinu ásamt því að leggja stund á mastersnám í guðfræði um þessar mundir.

Aldís hefur starfað í Grafarvogskirkju, bæði í barna og foreldrastarfi. Einnig var hún æskulýðsfulltrúi Guðríðarkirkju um þriggja ára skeið. Aldís er einnig menntaður yogakennari og hefur kennt bæði djúpslökun og meðgönguyoga Í Grafarvogskirkju.

Tveir aðrir umsækjendur voru um embættið.

  • Embætti

  • Frétt

  • Umsókn