Prestsvígsla í Skálholti

23. ágúst 2019

Prestsvígsla í Skálholti

Helga Kolbeinsdóttir, tilvonandi æskulýðsprestur

Sunnudaginn 25. ágúst kl. 14.00 verður Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi, vígð í Skálholtsdómkirkju sem æskulýðsprestur í þessum söfnuðum. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, vígir hana og er þetta fyrsta prestsvígsla hans.

Helga lauk mag. theol., prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2013. Hún starfaði sem prestur í Noregi í þrjú ár, 2013-2016. Þá útskrifaðist hún með diplómagráðu í fjölskyldufræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2018.  

Vígsluvottar verða sr. Skírnir Garðarsson, settur sóknarprestur í Skálholti, sr. Gísli Jónasson, prófastur, sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur, sr. Sunna Dóra Möller, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Arna Grétarsdóttir, sem lýsir vígslu.

Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar.

Að lokinni vígslumessu verður boðið í vígslukaffi í Skálholtsskóla.


  • Æskulýðsmál

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju