Prestsvígsla í Skálholti

23. ágúst 2019

Prestsvígsla í Skálholti

Helga Kolbeinsdóttir, tilvonandi æskulýðsprestur

Sunnudaginn 25. ágúst kl. 14.00 verður Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi, vígð í Skálholtsdómkirkju sem æskulýðsprestur í þessum söfnuðum. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, vígir hana og er þetta fyrsta prestsvígsla hans.

Helga lauk mag. theol., prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2013. Hún starfaði sem prestur í Noregi í þrjú ár, 2013-2016. Þá útskrifaðist hún með diplómagráðu í fjölskyldufræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2018.  

Vígsluvottar verða sr. Skírnir Garðarsson, settur sóknarprestur í Skálholti, sr. Gísli Jónasson, prófastur, sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur, sr. Sunna Dóra Möller, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Arna Grétarsdóttir, sem lýsir vígslu.

Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar.

Að lokinni vígslumessu verður boðið í vígslukaffi í Skálholtsskóla.


  • Æskulýðsmál

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli