Fyrsta sinn á íslensku

25. ágúst 2019

Fyrsta sinn á íslensku

Séra Tryggvi Guðmundur Árnason

Hann prédikaði í fyrsta skipti á íslensku í Seltjarnarneskirkju í morgun.

Það voru tímamót hjá honum. Og prédikun var góð og uppbyggileg. Hann er búinn að vera prestur í nær tvo áratugi.

Hvernig stendur á því að maðurinn hefur ekki prédikað áður á íslensku?

Jú, skýringin er sú að hann er prestur í Ameríku.

Sr. Tryggvi Guðmundur Árnason, fæddur í Reykjavík árið 1964. Hélt eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar til Ameríku.

Kirkjan.is ræddi við hann stuttlega eftir guðsþjónustu og í kirkjukaffinu í morgun; hann er hispurslaus maður í framgöngu og hress í tali: „Ég fór til Ameríku til að læra markaðsfræði. Fann mig ekki í þeim fræðum. Skráði mig í námskeið um trúarbragðafræði og þá var ekki aftur snúið – ég sogaðist inn í þann heim og kristinnar guðfræði.“

Vígðist sem prestur í Ameríku, hefur síðan þjónað í bandarísku Biskupakirkjunni þar vestra. „Ég hef verið safnaðarprestur og sinnt líka fangelsum, dauðadeildum og aðstandendum fanga í Atlanta,“ segir hann.

Nú er hann prestur við söfnuð Biskupakirkjunnar í Hickory í Norður-Karólínu.

Glaðlegur maður, talar íslensku án hreims þótt búið hafi ytra svo lengi. Heldur góðu sambandi við fjölskyldu sína hér á landi. Hann og sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, þekkjast enda er sr. Bjarni tengiliður við anglíkönsku kirkjuna hér á landi.

Leiðir landans liggja svo sannarlega víða!

Hressilegir og ferskir vindar léku um Seltjarnarneskirkju í morgun
  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Messa

  • Samstarf

  • Trúin

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju