Orgel og íslenskar konur

27. ágúst 2019

Orgel og íslenskar konur

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti

Íslenskar konur hafa samið tónverk fyrir orgel en þau hafa ekki náð athygli sem skyldi.

Nú verður úr því bætt.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir mun leika á miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl. 20.00 á orgel Blönduóskirkju tónverk eftir konur. Tónleikarnir bera nafnið: Íslensku konurnar og orgelið.

Kirkjan.is ræddi við Sigrúnu Mögnu og spurði hana um hvaða konur þetta væru sem ættu verk á efnisskránni. Sagði hún þetta vera eftirtaldar konur: Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Grímsdóttir, Þóra Marteinsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir - og svo verk eftir hana sjálfa.

Sigrún Magna er organisti við Akureyrarkirkju og hefur verið það í áratug. Tónleikarnir standa yfir í um klukkustund og er aðgangur ókeypis. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Hún mun halda sömu tónleika í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 1. september kl. 17.00.

Þar er aðgangur líka ókeypis og allir velkomnir!


  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju