Prestar í Austfjarðarprestakalli

27. ágúst 2019

Prestar í Austfjarðarprestakalli

Beruneskirkja í Austfjarðarprestakalli

Kjörnefnd Austfjarðarprestkalls hefur valið presta úr hópi umsækjenda um prestakallið. Umsóknarfrestur rann út 1. júlí s.l.

Þessi voru valin:

Sr. Erla Björk Jónsdóttir, kjörin sem prestur 1. Skipuð frá og með 1. september n.k.
Benjamín Hrafn Böðvarsson, mag. theol., kjörinn sem prestur 2. Skipaður frá og með 1. október n.k.
Dagur Fannar Magnússon, mag. theol., kjörinn sem prestur 3, með aðsetur í Heydölum. Skipaður frá og með 1. nóvember n.k.
Alfreð Örn Finnsson, cand. theol., kjörinn sem prestur 4, með aðsetur á Djúpavogi. Skipaður frá og með 1. nóvember n.k.

Mun þetta vera í fyrsta sinn sem valdir eru fjórir prestar á einum og sama kjörfundinum.

Biskup mun skipa umsækjendurna til prestsembættanna í samræmi við niðurstöður kjörnefndar.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Menning

  • Samstarf

  • Biskup

  • Menning

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall