Sr. Þráinn Haraldsson kjörinn sóknarprestur

30. ágúst 2019

Sr. Þráinn Haraldsson kjörinn sóknarprestur

Sr. Þráinn Haraldsson

Kjörnefnd Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalls hefur valið sr. Þráin Haraldsson sem sóknarprest úr hópi umsækjenda um prestakallið.

Sr. Þráinn hefur verið starfandi prestur við Garðaprestakall á Akranesi frá árinu 2015 og settur sóknarprestur þar frá því í desember í fyrra og sömuleiðis í hið nýja prestakall, Garða-og Hvalfjarðarstrandarprestakall, frá því í vor.

Sr. Þráinn er fæddur 29. maí 1984 og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2004; sama ár lauk hann 6. stigi í einsöng frá söngskólanum í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, síðar prófi frá Endurmenntun H.Í., í sálgæslu barna og unglinga. Þá stundaði hann nám við Misjonshøgskolen 2014-2015.

Hann var vígður í Dómkirkjunni í Reykjavík til prestsþjónustu í Noregi og gegndi henni þar á árunum 2011-2015.

Sr. Þráinn á fjölbreytilegan feril að baki í kristilegu starfi bæði hér heima og í Noregi.

Kona sr. Þráins er Erna Björk Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn.

Umsóknarfrestur rann út 25. júní s.l.

Biskup Íslands mun skipa í embættið í samræmi við niðurstöður kjörnefndar.

  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju