Námskeið í Gautaborg

3. september 2019

Námskeið í Gautaborg

Laugardaginn 31. ágúst hittust starfsmenn og leiðtogar frá íslensku söfnuðunum á norðurlöndunum í Gautaborg. Sr. Ágúst Einarsson prestur í Gautaborg tók á móti hópnum ásamt frábærum hóp íslendinga í Svíþjóð. Þar er frábær aðstaða sem söfnuðurinn hefur aðgang að og vel fór um alla. Einnig komu hópar frá Noregi og Danmörku. Með hópnum frá Noregi var nýr prestur safnaðarin sr. Inga Harðardóttir.

Námskeiðið var blanda af fræðslu og leikjum þar sem áhersla var á sköpunargleði og samhristing. Veðrið í Gautaborg var einstaklega gott og fór því hluti af námskeiðinu fram utandyra. Samvera sem þessi er mikilvæg fyrir safnaðarstarf í söfnuðunum. Þarna fengu Íslendingar búsettir í þrem löndum tækifæri til að stilla saman strengi sína og fræðast og gleðjast saman. Það voru sr. Sigfús Kristjánsson frá Biskupsstofu og sr. Aðalsteinn Þorvaldsson prestur í Grundarfirði sem leiddu dagskrána.

  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Fræðsla

  • Samfélag

  • Námskeið

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.