Lyktir aukakirkjuþings í Grensáskirkju

6. september 2019

Lyktir aukakirkjuþings í Grensáskirkju

Aukakirkjuþingi lauk miðvikudaginn 4. september s.l. í Grensáskirkju. Til umræðu var viðbótasamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998.

Viðbótarsamningurinn var borin upp til afgreiðslu og samþykktu 25 fulltrúar samninginn. Einn þingfulltrúi greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins.

Aðrar þingsályktunartillögur voru skipan nefndar um viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar og heimild til sölu á tiltekinni fasteign kirkjumálasjóðs. Báðar tillögur voru samþykktar samhljóða eftir tvær umræður og nefndarvinnu.
Í nefndinni verða sex einstaklingar; fulltrúar biskups Íslands, kirkjuráðs, forsætisnefndar, löggjafarnefndar, fjárhagsnefndar og allsherjarnefndar.

Framtíð íslenskrar þjóðkirkju er björt – kristur er hér!



Myndir með frétt

  • Þing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju