10. september 2019
Tvö sóttu um Kirkjubæjarklaustur

Umsóknarfrestur um embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Suðurprófastsdæmi rann út á miðnætti í gær, 9. september.
Tveir guðfræðingar sóttu um embættið:
Ingimar Helgason, mag. theol.
María Gunnarsdóttir, cand. theol.
Skipað er í embættið frá 15. nóvember 2019 til fimm ára.