Kolefnisjöfnun safnaða hefst í Skálholti

14. september 2019

Kolefnisjöfnun safnaða hefst í Skálholti

Á Degi náttúrunnar, mánudaginn 16. september næstkomandi kl. 17:00, hefst í Skálholti athöfn þar sem helgaður verður skógræktarreitur til kolefnisjöfnunar fyrir söfnuði í þjóðkirkjunni.

Hallgrímssöfnuður í Reykjavík hefur ákveðið að kolefnisjafna sína starfsemi árlega með skógrækt. Í Skálholti verða á Á Degi náttúrunnar hópar frá Hallgrímskirkju, Kópavogskirkju og Skálholtskirkju sem taka munu þátt í helgun reitsins með viðeigandi athöfn og planta „sóknartrjám“.

Þegar hafa átta söfnuðir byrjað að taka grænu skrefin svokölluðu í samstarfi við umhverfisnefnd kirkjunnar – Græna kirkjan.

Kristján Björnsson vígslubiskup og sr. Halldór Reynisson stýra athöfnininni.

Að lokinni trjáplöntun verður málsverður í Sumarbúðum kirkjunnar sem kostar kr. 1500.

Rúta fer frá Hallgrímskirkju kl. 16:30 nk. mánudag og er áætlað að koma til baka um kl. 21:00

Helgun skóræktarreitsins er hluti af Grænu kirkjunni. Græna kirkjan er skilgreining og stefna íslensku þjóðkirkjunnar um að vera leiðandi í umhverfisátaki heimsins. Átak sem miðar m.a. að því að ná tökum á loftslagsvanda samtímans.

Um grænu skrefin má lesa hérna: https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/graen-skref/

Meira um Grænu kirkjuna má lesa hér: https://kirkjan.is/kirkjan/graen-kirkja/umhverfismal/


  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.