Kolefnisjöfnun safnaða hefst í Skálholti

14. september 2019

Kolefnisjöfnun safnaða hefst í Skálholti

Á Degi náttúrunnar, mánudaginn 16. september næstkomandi kl. 17:00, hefst í Skálholti athöfn þar sem helgaður verður skógræktarreitur til kolefnisjöfnunar fyrir söfnuði í þjóðkirkjunni.

Hallgrímssöfnuður í Reykjavík hefur ákveðið að kolefnisjafna sína starfsemi árlega með skógrækt. Í Skálholti verða á Á Degi náttúrunnar hópar frá Hallgrímskirkju, Kópavogskirkju og Skálholtskirkju sem taka munu þátt í helgun reitsins með viðeigandi athöfn og planta „sóknartrjám“.

Þegar hafa átta söfnuðir byrjað að taka grænu skrefin svokölluðu í samstarfi við umhverfisnefnd kirkjunnar – Græna kirkjan.

Kristján Björnsson vígslubiskup og sr. Halldór Reynisson stýra athöfnininni.

Að lokinni trjáplöntun verður málsverður í Sumarbúðum kirkjunnar sem kostar kr. 1500.

Rúta fer frá Hallgrímskirkju kl. 16:30 nk. mánudag og er áætlað að koma til baka um kl. 21:00

Helgun skóræktarreitsins er hluti af Grænu kirkjunni. Græna kirkjan er skilgreining og stefna íslensku þjóðkirkjunnar um að vera leiðandi í umhverfisátaki heimsins. Átak sem miðar m.a. að því að ná tökum á loftslagsvanda samtímans.

Um grænu skrefin má lesa hérna: https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/graen-skref/

Meira um Grænu kirkjuna má lesa hér: https://kirkjan.is/kirkjan/graen-kirkja/umhverfismal/


  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju