Leikmannastefna skorar á Alþingi

16. september 2019

Leikmannastefna skorar á Alþingi

Marinó Þorsteinsson var formaður leikmannaráðs í tólf ár

Leikmannastefnu þjóðkirkjunnar lauk síðdegis á laugardaginn.

Helstu mál hennar voru kynning á Þjónustumiðstöð Háteigskirkju og umræða um framtíðarsýn kirkjunnar.

Marinó Þorsteinsson, formaður leikmannaráðs, flutti skýrslu ráðsins. Alls hélt leikmannaráð fimm fundi á árinu þar sem fjallað var um ýmis brýn kirkjumál.

Þá tilkynnti Marinó að hann gæfi ekki kost á sér í leikmannaráð en hann hefur gegnt formennsku í ráðinu í tólf ár. Þakkaði hann fyrir traust sem honum hefði verið sýnt og gott samstarf á liðnum árum. 

Kosningar fóru fram til leikmannaráðs og verður greint frá úrslitum hér á kirkjan.is síðar.

Leikmannaráð skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.

Framkvæmdastjóri leikmannastefnunnar er Magnhildur Sigurbjörnsddóttir.

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar samþykkti einróma eftirfarandi tillögu:

„Leikmannastefna þjóðkirkjunnar 2019 haldin í Háteigskirkju 14. september, skorar á Alþingi að hækka nú þegar sóknargjöld safnaða þjóðkirkjunnar til samræmis við tillögur starfshóps um fjárhagsleg tengsl þjóðkirkjunnar og safnaða hennar frá maí 2014 og ríkisstjórnarsamþykktar þar um sem samþykkt var á sínum tíma.“

Fulltrúum á leikmannastefnu var í lok stefnunnar boðið í Biskupsgarð.

Sjá Facebókar-síðu leikmannastefnunnar hér.

Einnig: Starfsreglur um leikmannastefnu

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, og Marinó Þorsteinsson við lok leikmannastefnunnar
  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju