Söguleg tímamót

21. september 2019

Söguleg tímamót

Enn bætist við sögu Hólastaðar

Á morgun fer fram söguleg prestsvígsla á Hólum í Hjaltadal.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, vígir Aldísi Rut Gísladóttur, mag. theol., og er hún 100asta konan sem hlýtur prestsvígslu hér á landi. Auk þess er Aldís Rut þriðji ættliður sem verður prestur, afi hennar var sr. Gunnar Gíslason, (1914-2008), prestur og prófastur í Glaumbæ, og faðir hennar er sr. Gísli Gunnarsson, prestur í Glaumbæ.

Aldís Rut verður vígð til þjónustu í Langholtsprestakalli í Reykjavík.

Vígsluguðsþjónustan hefst kl. 14.00. Allir eru velkomnir.

Þá má geta þess að 45 ár eru liðin frá því að fyrsta konan var vígð til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, til Staðarprestakalls í Súgandafirði, 29. september 1974.

Kirkjan.is mun greina nánar frá vígslunni á morgun.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.