Söguleg tímamót

21. september 2019

Söguleg tímamót

Enn bætist við sögu Hólastaðar

Á morgun fer fram söguleg prestsvígsla á Hólum í Hjaltadal.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, vígir Aldísi Rut Gísladóttur, mag. theol., og er hún 100asta konan sem hlýtur prestsvígslu hér á landi. Auk þess er Aldís Rut þriðji ættliður sem verður prestur, afi hennar var sr. Gunnar Gíslason, (1914-2008), prestur og prófastur í Glaumbæ, og faðir hennar er sr. Gísli Gunnarsson, prestur í Glaumbæ.

Aldís Rut verður vígð til þjónustu í Langholtsprestakalli í Reykjavík.

Vígsluguðsþjónustan hefst kl. 14.00. Allir eru velkomnir.

Þá má geta þess að 45 ár eru liðin frá því að fyrsta konan var vígð til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, til Staðarprestakalls í Súgandafirði, 29. september 1974.

Kirkjan.is mun greina nánar frá vígslunni á morgun.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju