Umhverfissiðbót í þágu jarðar

2. október 2019

Umhverfissiðbót í þágu jarðar

Umhverfismál í brennidepli í Skálholti

Dagana 8.- 10. október næstkomandi verður haldin ráðstefna í Skálholti um samstarf samtaka, sem hafa trúarlegan og eða samfélagslegan bakgrunn, að markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Ráðstefnan í Skálholti er samstarfsverkefni Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Landgræðslunnar og íslensku þjóðkirkjunnar.
Ráðstefnan er aðdragandi að þátttöku íslensku þjóðkirkjunnar, Grænu kirkjunnar við Hringborð norðurslóða, Arctic Circle Assembly í Hörpu, dagana 10.-13. október.

Sú umbreyting á lífsháttum, sem viðnám gegn loftslagsvánni kallar á, þarfnast viðhorfsbreytinga um allan heim. Svar íslensku þjóðkirkjunnar er Græna kirkjan - stefnuyfirlýsing íslensku þjóðkirkjunnar í umhverfisverndarmálum.

Íslenska þjóðkirkjan telur rúmlega 236 þúsund safnaðarmeðlimi. Græna kirkjan er því fjölmennasta félag landsins sem hefur slegist í lið með umhverfisvernd.

Um Grænu kirkjuna má lesa hérna: Græna kirkjan.

Á vegum UNEP, umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, hefur verið unnið að því að tengja saman samtök með trúarlegan bakgrunn til forystu fyrir siðbót í þágu jarðar. Á sama hátt hefur áhugafólk um landgræðslu og endurheimt jarðargæða átt með sér áhrifamikið alþjóðlegt samstarf. Sú hugmynd sem rædd verður í Skálholti er að tengja saman þessa áhrifaaðila í heimsnet sem léti til sín taka í loftslagsmálum.

Iyad Abumoghli, fulltrúi frá UNEP, tekur þátt í ráðstefnunni og opnum fundi í Skálholtskirkju miðvikudaginn 9. okt. kl. 14:00 ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra, Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskupi, Beatrice Dossah, aðgerðarsinna frá Ghana, Kristínu Völu Ragnarsdóttur, prófessors í sjálfbærnifræðum við HÍ og frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands.

Nokkrir þeirra sem boðið hefur verið til ráðstefnunnar í Skálholti munu verða meðal ræðumanna í tveimur málstofum á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle Assembly) í Hörpu 10. – 13. október.

Þjóðkirkjan, Stofnun Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun HÍ og Trú og samfélag standa fyrir málstofu um „Siðbót í þágu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna“.

Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna; Landgræðslan; Landvernd og Trú og samfélag skipuleggja málstofu sem ber heitið: „Brúargerð til velsældar með þekkingu og aðgerðum“.

Dagskrá málstofanna og opna fundarins í Skálholti má sjá á vef Hringborðs norðurslóða Dagskrá norðurslóða. Einnig á: kirkjan.is og skalholt.is

Mark MacDonald, biskup frumbyggja innan Anglíkönsku kirkjunnar í Kanada, verður meðal aðalræðumanna á Hringborði norðurslóða. Hann kemur til Íslands í boði þjóðkirkjunnar og Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrum forseta Íslands. Mark MacDonald er forseti Alkirkjuráðsins í Norður-Ameríku.

Sunnudaginn 13. október verða Mark MacDonald, Peter-Fischer Möller, Jim Antal, rithöfundur og kirkjuleiðtogi í Bandaríkjunum, Beatrice Dossah og Jógvan Friðriksson Færeyjabiskup, prédikar víðsvegar í kirkjum Reykjavíkur.

Peter-Fisher Möller Hróarskeldubiskup flytur auk þess fyrirlesturinn „Græna kirkjan í Danmörku,“ í Hallgrímskirkju kl. 09.30 þann sama sunnudag. Dagskrá ráðstefnunnar fylgir sem viðhengi fréttatilkynningarinnar.

Allar upplýsingar veitir sr. Halldór Reynisson, prestur Grænu kirkjunnar og verkefnastjóri á Biskupsstofu - halldor.reynisson@kirkjan.is - 856 1571


  • Alþjóðastarf

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju