„Húsið brennur“. Fyrirlestur á vegum Guðfræðistofnunar

6. október 2019

„Húsið brennur“. Fyrirlestur á vegum Guðfræðistofnunar

Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor flytur fyrirlestur á málstofu Guðfræðistofnunar í Aðalbyggingu 229, fimmtudaginn 10. október 2019, kl. 11:40-13:00. Fyrirlesturinn nefnist „Húsið brennur“. Ákall um tafarlausar aðgerðir vegna þeirrar ógnar sem stafar af loftlagsbreytingum.

Aukin meðvitund um þá ógn sem framtíð lífs á jörðu stafar af loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra gerir okkur erfitt fyrir að láta sem ekkert sé. Mótmælagöngur unglinga um allan heim, með aktivistann Gretu Thunberg í broddi fylkingar, eru ákall til þeirra sem eldri eru, almennings og stjórnmálamanna, til þess að vakna til meðvitundar um ástandið og grípa til aðgerða. Í þessum fyrirlestri verður annars vegar talað um viðbrögð femíniskra guðfræðinga við ástandinu og hins vegar verður athyglinni beint að áhrifum af hlýnun jarðar á líf kvenna sem búa við bágar aðstæður, hvort sem er á suðurhveli jarðar eða á norðurslóðum.

 

 

 

 


  • Erindi

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli