„Húsið brennur“. Fyrirlestur á vegum Guðfræðistofnunar

6. október 2019

„Húsið brennur“. Fyrirlestur á vegum Guðfræðistofnunar

Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor flytur fyrirlestur á málstofu Guðfræðistofnunar í Aðalbyggingu 229, fimmtudaginn 10. október 2019, kl. 11:40-13:00. Fyrirlesturinn nefnist „Húsið brennur“. Ákall um tafarlausar aðgerðir vegna þeirrar ógnar sem stafar af loftlagsbreytingum.

Aukin meðvitund um þá ógn sem framtíð lífs á jörðu stafar af loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra gerir okkur erfitt fyrir að láta sem ekkert sé. Mótmælagöngur unglinga um allan heim, með aktivistann Gretu Thunberg í broddi fylkingar, eru ákall til þeirra sem eldri eru, almennings og stjórnmálamanna, til þess að vakna til meðvitundar um ástandið og grípa til aðgerða. Í þessum fyrirlestri verður annars vegar talað um viðbrögð femíniskra guðfræðinga við ástandinu og hins vegar verður athyglinni beint að áhrifum af hlýnun jarðar á líf kvenna sem búa við bágar aðstæður, hvort sem er á suðurhveli jarðar eða á norðurslóðum.

 

 

 

 


  • Erindi

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju