Listrænn djákni

8. október 2019

Listrænn djákni

Hólmfríður og myndin: Kirkjuglugginn

Í fordyri Grensáskirkju er ágætt rými og þar eru oft haldnar myndlistarsýningar. Þar er nú sýning sem annar djáknanna í Fossvogsprestakalli stendur að – nánar til tekið er hún djákni í Bústaðasókn.

Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni, er listræn kona og glaðlynd. Myndir hennar geisla af gleði og krafti, og margar eru af hestum enda er Hólmfríður hestakona.

Hún er fædd á Siglufirði, bjó þar til sextán ára aldurs. Hafði alltaf mikinn áhuga á öllu því er snerti myndlist. Í framhaldsskólanum á Sauðárkróki var það myndlistin sem dró hana til sín og hún lærði þar módelteikningu. Síðan fór siglfirska stúlkan í Iðnskólann og lærði klæðskurð. Það var aðalstarfi hennar í áratug.

En margt leitaði á huga stúlkunnar. Andlega hugsandi kona og hún hóf nám í djáknafræðum og lauk BA-prófi í þeim fræðum og sálgæslu árið 2010. Þremur árum síðar var hún ráðin sem djákni við Bústaðakirkju.

En myndlistin hefur sterk tök á henni. Hún fór í Myndlistarskólann í Kópavogi árið 2015. Hólmfríður hefur sýnt með samnemendum sínum og á Hótel Vos í Þykkvabænum.

Enginn sem á leið um Grensáskirkju ætti að láta þessa prýðilegu sýningu fram hjá sér fara. Hún stendur út októbermánuð og er opin á opnunartíma kirkjunnar.

Sjá nánar hér um Hólmfríði Ólafsdóttur.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði