Eldhugi í umhverfismálum

8. október 2019

Eldhugi í umhverfismálum

Sr. Jim Antal, umhverfisverndarsinni

Dr. Jim Antal hefur verið aðgerðasinni í umhverfismálum frá fyrsta Jarðardeginum árið 1970.

Séra Antal starfar innan Sameinaðrar kirkju Krists í Bandaríkjunum sem telur milljón fullorðinna einstaklinga í 5000 söfnuðum. Frá 2006 til 2018 var hann leiðtogi kirkjunnar í Massachusette fylki. Nú starfar hann sem sérstakur ráðgjafi landsleiðtoga United Church of Christ í umhverfismálum.

Jim Antal er mikill eldhugi í prédikun sinni og er sérstaklega kunnur fyrir vakningarbækur sínar um mikilvægi afstöðubreytingar í umhverfismálum. Hundruð safnaða um öll Bandaríkin eru um þessar mundir að lesa bók hans, Loftslagskirkja – Loftslagsheimur (Climate Church – Climate World) sem út kom í fyrra. Hann hefur haft mikil áhrif á stefnu United Church of Christ í loftslags- og umhverfismálum.
Antal útskrifaðist frá Princeton háskóla og Guðfræðiskólanum í Yale.

Hann er hér á Íslandi í boði þjóðkirkjunnar og tekur þátt í Skálholtsráðstefnu um Umhverfissiðbót í þágu jarðar, sem hófst í dag þriðjudaginn 8. okt., og í málstofu á Hringborði norðurslóða um Siðbót í þágu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, föstudaginn 11. október.

Hann prédikar næstkomandi sunnudag, 13. október, í Grafarvogskirkju kl. 11.00.


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju