Eldhugi í umhverfismálum

8. október 2019

Eldhugi í umhverfismálum

Sr. Jim Antal, umhverfisverndarsinni

Dr. Jim Antal hefur verið aðgerðasinni í umhverfismálum frá fyrsta Jarðardeginum árið 1970.

Séra Antal starfar innan Sameinaðrar kirkju Krists í Bandaríkjunum sem telur milljón fullorðinna einstaklinga í 5000 söfnuðum. Frá 2006 til 2018 var hann leiðtogi kirkjunnar í Massachusette fylki. Nú starfar hann sem sérstakur ráðgjafi landsleiðtoga United Church of Christ í umhverfismálum.

Jim Antal er mikill eldhugi í prédikun sinni og er sérstaklega kunnur fyrir vakningarbækur sínar um mikilvægi afstöðubreytingar í umhverfismálum. Hundruð safnaða um öll Bandaríkin eru um þessar mundir að lesa bók hans, Loftslagskirkja – Loftslagsheimur (Climate Church – Climate World) sem út kom í fyrra. Hann hefur haft mikil áhrif á stefnu United Church of Christ í loftslags- og umhverfismálum.
Antal útskrifaðist frá Princeton háskóla og Guðfræðiskólanum í Yale.

Hann er hér á Íslandi í boði þjóðkirkjunnar og tekur þátt í Skálholtsráðstefnu um Umhverfissiðbót í þágu jarðar, sem hófst í dag þriðjudaginn 8. okt., og í málstofu á Hringborði norðurslóða um Siðbót í þágu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, föstudaginn 11. október.

Hann prédikar næstkomandi sunnudag, 13. október, í Grafarvogskirkju kl. 11.00.


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði