Haustnámskeið Vestfjörðum

16. október 2019

Haustnámskeið Vestfjörðum

Gleði og ánægja sveif yfir vötnum

Þjónustusvið Biskupsstofu gekkst fyrir námskeiðum í síðustu viku á Ísafirði fyrir presta og starfsfólk Vestfjarðarprófastsdæmis um nýjungar í helgihaldi og safnaðarstarfi á Ísafirði.

Meðal annar var haldið námskeið um „Familiy ministry“ og „Messy Church“. Námskeiðinu lauk á „Kirkjubralls-messu“ (Messy church) og í henni tóku þátt prestar, organistar og starfsfólk Ísafjarðar, Þingeyrar, Bolungarvíkur-, og Holtsprestakalla.

„Messan hlaut góðar viðtökur og allar kynslóðir skemmtu sér vel saman,“ segir sr. Hildur Björk Hörpudóttir, verkefnastóri á fræðslu- og kærleiksþjónustu Biskupsstofu. „Þátttakendur unnu með biblíutexta og skoðuðu þá út frá nýjum hliðum, sungu sálmana og ræddu efni þeirra,“ bætir sr. Hildur Björk við og segir að fólkið hafi upplifað kirkjuna sína á nýjan og öðruvísi hátt en áður.

Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Prestaköllin hafa ákveðið að halda saman tvær messur með þessu sniði á haustönn og tvær á vorönn og því hefur verið fagnað.

Augljóst er að námskeið bera árangur!

Mynd með frétt: Kátt kirkjufólk, frá vinstri: Jón Gunnar Biering Margeirsson, organisti, sr. Fjölnir Ásbjörnssson, Tuuli Rähni, organisti, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, sr. Magnús Erlingsson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir.


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

  • Námskeið

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju