Biskupsstofa flytur í dag

17. október 2019

Biskupsstofa flytur í dag

Marteinn Lúther fluttur í Katrínartún 4, frá vinstri Ólafur Ólafsson og Ingi Ingason. Flutningaverkamennirnir stóðu sig með mikilli prýði.

Biskupsstofa hefur verið til húsa frá árinu 1994 að Laugavegi 31. Nú verða mikil tímamót í dag þegar skrifstofa biskups flytur í Katrínartún 4, þriðju hæð, ásamt annarri kirkjulegri starfsemi. Verslunin Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar flytur hins vegar um áramótin á sama stað, jarðhæð.

Laugavegur 31 er með fallegustu húsum við götuna og hefur hýst margvíslega starfsemi. Húsið reisti Marteinn Einarsson kaupmaður á sínum tíma fyrir verslun sína, bjó sjálfur með fjölskyldu sinni á þriðju hæðinni. Síðar var bankastarfsemi í húsinu og margt fleira.

„Ég var að keyra niður Laugaveginn einn morgunn á leið í vinnuna og sá auglýsingu á húsinu að það væri til sölu,“ segir Hanna Sampsted, fulltrúi á Biskupsstofu þegar kirkjan.is hitti hana þar sem hún var í óðaönn að sinna flutningsmálum. Þáverandi húsnæði í Suðurgötu 22 var orðið of lítið og búið að skima í ýmsar áttir eftir hentugu húsnæði. „Þegar ég kom í vinnuna sagði ég við biskupinn: Hvað með Laugaveg 31? Hann er til sölu.“ Og hún bætir við: „Það var nánast strax farið að skoða húsið og það féllu allir fyrir því.“

En tímarnir breytast og mennirnir með. Og húsin þeirra líka, þau fá önnur hlutverk. Fallega húsið með frönsku svölunum, og á þær ísteypt skrautmynd af gríska goðinu Hermesi, verndara kaupsýslumanna, bíður annarra. Já, aðrir munu ganga um húsið, sem reist var af kaupmanninum árið 1928 með vönduðum stiga úr eðalviði sem opnar öllum breiðan faðminn þegar kemur í anddyrið, með rósettur í kringum loftljós og víða þykkar þilhurðir.

En hnarreist og nútímalegt húsið í túni Katrínar fagnar starfsfólki Biskupsstofu. Þar er rúmgott og útsýni fagurt. Góður andi öflugs starfsfólks mun fylla það hús – og blessun Guðs hvíla yfir því.

Hanna Sampsted sá húsið auglýst á sínum tíma og spurði hvort það væri ekki hentugt fyrir Biskupsstofu 

Frönsku svalirnar, Hermes og árið 1928


  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Biskup

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju