Embætti fangaprests laust

18. október 2019

Embætti fangaprests laust

Litla-Hraun, stærsta og elsta fangelsi landsins

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti fangaprests þjóðkirkjunnar. Embættið er eitt af sérþjónustuprestsembættum þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjón prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Skipað er í embættið frá 1. desember 2019 til fimm ára.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 og um presta nr. 1011/2011, svo og leiðbeinandi reglna biskups Íslands frá 2017 fyrir umsækjendur um laus prestsembætti. Með því að sækja um embættið staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur. Starfsreglur þessar eru á vef kirkjunnar hér.

Ítarlegri auglýsing ásamt þarfagreiningu er birt á vef kirkjunnar, kirkjan.is undir Laus störf - sjá hér og hér.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. gr., 6. gr. og 11. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Biskup skipar í embættið að fenginni niðurstöðu matsnefndar.

Umsækjendur geri skriflega grein fyrir starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn og væntingar er varða embættið.

Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 3. gr. starfsreglnanna. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið má finna á vef kirkjunnar www.kirkjan.is.

Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.
Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur sem embættinu tilheyri við biskupsstofu eða önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Nánari upplýsingar um embættið, starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar á biskupsstofu, s. 528 4000, hjá fráfarandi fangapresti, sr Hreini Hákonarsyni, s. 898 0110 og prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, s. 860 9997.

Umsóknarfrestur um embættið er til miðnættis miðvikudaginn 6. nóvember 2019.

Sækja ber um embættið rafrænt á vef kirkjunnar og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Vakin er athygli á því að nöfn umsækjenda um embættið verða birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.


  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði