Tímamót: 90 ár

19. október 2019

Tímamót: 90 ár

Auglýsing í Vísi 25. september 1929 - nokkru fyrir stofnun SÍK

Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) fagnar um þessar mundir níutíu ára afmæli sínu. Það var stofnað í lok september árið 1929. Tilgangur félagsins var skýr en eftirfarandi var samþykkt á stofnfundinum:

„Tilgangur sambandsins er að reka kristniboð meðal heiðingja og efla Guðríki og kristniboð heima fyrir.“

Nútíminn orðar þetta með öðrum hætti en svo segir á heimasíðu Sambands íslenskra kristniboðsfélaga:

„Kristniboð er hjálparstarf og boðun kristinnar trúar til annarra þjóða. Kristniboðar vinna að boðun samhliða alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsuvernd og margs konar þróunarverkefnum...“  (Sjá nánar hér).

Starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga er fjölbreytilegt, heima og í útlöndum. Trúboð er öflugt á vegum sambandsins.

Nefna má sem dæmi að SÍK styrkir skólagöngu barna í Eþíópíu; styrkir þýðingu Biblíunnar yfir á tungu þeirra sem byggja í Voítódalnum í Eþíópíu; og hefur lagt hönd á plóg við kirkjubygginga í Kenía og Eþíópíu. Þá hefur Kristniboðssambandið tekið sér fyrir hendur að reisa fjóra framhaldsskóla í Kenía og það er ekki lítið. Áður hafa verið reistir grunnskólar með styrkjum frá Noregi og Íslandi.

Ýmsir árvissir viðburðir eru á vegum fólks úr Kristniboðssambandinu eins og haustmarkaður í september, kaffisala Kristniboðsfélags karla annan sunnudag í nóvember, jólabasar Kristniboðsfélags kvenna í lok nóvember. Starfið er því fjölbreytilegt og öflugt.

Þá gefur Samband íslenskra kristniboðsfélaga út tímaritið Bjarma í samvinnu við Salt ehf. Eins rekur sambandið Kristniboðsbasarinn við Háleitisbraut í Reykjavík.

Í tilefni afmælisins verður haldin á morgun, sunnudaginn 20. október, kl. 16.00, afmælisamkoma í Lindakirkju í Kópavogi. Þar kennir margra grasa, saga sambandsins verður rakin í máli og myndum. Tónlist skipar veglegan sess en fram koma Ljósbrot, kvennakór KFUK, kór KSS og nokkrar eþíópískar konur munu syngja og dansa.

Margir munu ávarpa afmælissamkomuna. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, flytur hugvekju.

Í lok samkomunnar er öllum boðið að þiggja afmælisveitingar.

Sr. Ragnar Gunnarsson, er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

Sjá heimasíðu Kristniboðssambandsins hér.

Kirkjan.is óskar Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga til hamingju með tímamótin.




    processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

    Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

    23. des. 2024
    Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
    Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

    Þorláksmessa í Skálholti

    23. des. 2024
    ...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
    Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

    Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

    23. des. 2024
    ...fjölbreytt dagská í boði