Kirkjan syngur

24. október 2019

Kirkjan syngur

Sálmabókin er bók safnaðarins

Sálmabókin er lykilbók í starfi kirkjunnar. Hver kynslóð þarf að kunna gamla sálma og að læra nýja.

Næsta ár verður ný sálmabók kirkjunnar gefin út. Margir bíða hennar spenntir og með óþreyju.

Mánudaginn 28. október verður haldið málþing í Neskirkju um sálmabók kirkjunnar frá kl. 16.00-18.00. Tilefnið er afmæli tveggja sálmabóka, sem gefnar voru út 1589 og 1619 – og síðast en ekki síst útgáfa nýrrar sálmabókar.

Það er söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, sem stýrir málþinginu.

Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor, flytur erindi sem hún nefnir: Fyrsta sálmabókin, mikilvæg stefnuyfirlýsing.

Þá flytur sr. Kristján Valur Ingólfsson, erindi sem hann kallar: „Æ skal syngja sérhver tunga,“ hlutverk sálma og sálmasöngs.

Guðný Einarsdóttir, organisti, flytur erindi sem hún nefnir: Tónlistin í sálmabókinni.

Formaður Sálmabókarnefndar, sr. Jón Helgi Þórarinsson, flytur erindi sem ber yfirskriftina: Vinna við nýja sálmabók. Hvað höfum við verið að gera öllu þessi ár?

Það er svo biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sem á lokaorðið á málþinginu.

Boðið er upp á léttar veitingar í lok þingsins.

 







  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju