Hvert skal stefna?

25. október 2019

Hvert skal stefna?

Söngfuglar himinsins eru stefnufastir
Í mörgum söfnuðum starfa barnakórar og hafa mjög jákvæð áhrif á kirkjustarfið.

Í síðustu viku komu saman fimmtán kórstjórar kirkjubarnakóra til skrafs og ráðagerða í Háteigskirkju.

Markmiðið var að vinna að skýrari stefnu fyrir starf barnakóranna við kirkjur, huga að hlutverki þeirra og þýðingu í boðun og kirkjustarfi.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, boðaði til þessa vinnudags og dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, stýrði stefnumótunarvinnu hópsins.

Söngmálastjóri segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og að margt hafi komi fram sem skipti máli í starfi kirkjukóranna sem snerti hlutverk þeirra í helgihaldi, samstarfi við aðra starfsmenn kirkjunnar, starfsaðstöðu og kostnað sem af þeim hlýst.

„Lokaskýrsla um stefnumótunarvinnuna verður svo send til biskups og forsvarsmenna safnaða, auk presta og organista“, segir söngmálastjóri að lokum.
.

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju