Landsmót ÆSKÞ hefst í dag

25. október 2019

Landsmót ÆSKÞ hefst í dag

Landsmót ÆSKÞ í Ólafsvík

Árlegt landsmót ÆSKÞ (Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar) hefst í dag í Ólafsvík og lýkur á sunnudaginn, 27. október.

Yfirskrift landsmótsins er Skapandi landsmót. Markmiðið er að skoða hvernig þátttakendur geta hlúð að einstaklingnum og eflt sig með því að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Athygli þátttakenda verður vakin á því á að margir þeirra búa yfir styrk og hæfileikum sem þeir hafa hingað til ekki fengið tækifæri til að þroska. Það getur veitt einstaklingnum mikla hamingju að finna nýja hæfileika og efla aðra.

Lögð verður áhersla á að temja sér jákvætt hugarfar, einlægni og sjálfsskoðun í sköpunarstarfinu. Boðið verður upp á hópastarf þar sem hægt verður að spreyta sig í ýmsum skapandi hópum - auk fjölbreyttra leikja.

Þemað í ár á landsmótinu er í raun framhald af þema síðasta móts sem haldið var á Egilsstöðum þar sem fjallað var um félagslegan vanda unglinga á tækniöld. Markmið nú er að samvera á mótinu, þátttaka í - og úrlausn mismunandi verkefna hafi sjálfsuppbyggjandi áhrif á alla þátttakendur, jafnt unglinga sem leiðtoga. Þátttaka í leikjum, listum, söngvum og bænum getur verið leið til að finna hamingju og styrk og gefið þátttakendum tól og tækifæri til þess að auðga sjálfa sig og sjálfsmyndina.

Mótið sækja 250 þátttakendur víðsvegar af landinu en þetta verður í þriðja sinn sem ÆSKÞ heldur mót af þessu tagi í Ólafsvík. Landsmótsstjóri er sr. Óskar Ingi Ingason.

ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök og starfa á landsvísu innan þjóðkirkjunnar, hluti af markmiðum sambandsins er að standa að sameiginlegum verkefnum, vera málsvari fyrir ungt fólk og kristilegt æskulýðsstarf innan kirkju og utan. Jafnframt er lögð rík áhersla á að stuðla að samkirkjulegum og þvertrúarlegum verkefnum og samstarfi.

ÆSKÞ eru sjálfbær samtök sem rekin eru án hagnaðar. Leitast er við að allt starf sé þátttakendum að kostnaðarlausu eða að öðrum kosti sé kostnaður ekki svo hár að hann hindri þátttöku í viðburðum.

Heimasíða ÆSKÞ er hér.


  • Æskulýðsmál

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju