Norræn sálmastefna í Skálholti

25. október 2019

Norræn sálmastefna í Skálholti

Nordhymn í Skálholti

Í gær lauk haustfundi Nordhymn í Skálholti en hann hófst s.l. mánudag.

Nordhymn er norrænt samstarfsverkefni í sálmafræði.

Kynnt eru rannsóknarverkefni sem þátttakendur hafa unnið í fræðigreininni og ný verkefni mótuð. Fundir eru haldnir tvisvar á ári, að vori í háskólanum í Lundi í Svíþjóð og að hausti til skiptis í löndunum.

Í þetta sinn kom til fundarins gestur frá Suður-Afríku, Elsabe Kloppers sem talaði um mikilvægi þess þegar trúartextar frá öðrum kirkjum eru þýddir, að kynna sér líka bakgrunn og tengsl sálmsins við samfélagið svo upprunaleg merking haldi sér inn á nýjan vettvang.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, sá um undirbúning og framkvæmd fundarins.

Auk þátttakenda frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Þá voru þessi erindi flutt:

Guðný Einarsdóttir ræddi um tónlistina í nýju sálmabókinni.
Árni Heimir Ingólfsson fjallaði um rannsókn sína á mismunandi uppskriftum af Grallaranum.
Bjarki Sveinbjörnsson talaði um dönsk áhrif á sálmasöngbækur okkar og sögu kirkjuorgela á Íslandi.

Þátttakendur voru flestir að koma í fyrsta sinn til landsins. Þeir nýttu tækifærið til að skoða helstu staði í nágrenni Skálholts og hlýddu á stutta tónleika hjá Skálholtskórnum og Jóni Bjarnasyni, organista.

Hér er vefur Nordhymn.


Nordhymn - sálmastefna í Skálholti - nokkrir þátttakenda

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Menning

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði