Leikmannaráð þjóðkirkjunnar

29. október 2019

Leikmannaráð þjóðkirkjunnar

Leikmannaráð ásamt framkvæmdastjóra Leikmannastefnunnar

Í gær hélt Leikmannaráð þjóðkirkjunnar fund í Katrínartúni 4. Nýr formaður leikmannaráðs er Ágúst Victorsson. 

Eftir fundinn var hið nýja húsnæði Biskupsstofu skoðað. Af því tilefni var þessari mynd smellt af ráðinu. 

Þau eru á myndinni, talið frá hægri:

Sigríður Klara Árnadóttir, Kjalarnessprófastsdæmi
Ágúst Victorsson, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Reynir Sveinsson, Kjalarnessprófastdæmi
Jón Oddgeir Guðmundsson, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Guðný Guðnadóttir, Suðurprófastsdæmi
Jónas Þór Jóhannsson, Austurlandsprófastsdæmi 
Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Leikmannastefnunnar

Leist fólki afskaplega vel á hið nýja húsnæði.

Í starfsreglum um leikmannaráð segir meðal annars

„Leikmannaráð er skipað þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu þeir skipta með sér verkum. ... Leikmannaráð sér um undirbúning og framkvæmd leikmannastefnu í samráði við biskup Íslands og er í fyrirsvari fyrir leikmannastefnu milli stefna. Þá annast leikmannaráð um framkvæmd þeirra mála sem leikmannastefna vísar til ráðsins.“

Hér eru: Starfsmannareglur leikmannaráðs


  • Frétt

  • Fundur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju