Kirkjuþing 2019

31. október 2019

Kirkjuþing 2019

Loftskreyting í Laugardælakirkju í Flóahreppi

Boðað hefur verið til kirkjuþings 2019 og verður það sett í Háteigskirkju, laugardaginn 2. nóvember 2019, kl. 9.00 en fyrsti fundur þess hefst kl. 13.00.

Þingstörf fara fram í hinum nýju húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, 3. hæð.

Í anda umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar verður þingið pappírslaust og verður öllum málum varpað upp á tvo stóra skjái sem eru í þingsalnum.

Forseti kirkjuþings er Drífa Hjartardóttir.

Hægt er að nálgast mál sem lögð verða fyrir þingið hér.

Nánar verður sagt frá þingstörfum hér á kirkjan.is meðan á þinginu stendur.

Sjá nánar um kirkjuþing hér.


  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Menning

  • Samfélag

For hope and future.jpg - mynd

Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins gríðarlega mikilvægt

01. júl. 2024
...varaforseti skrifar um hjálparstarfið
Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju