Kirkjuráð – fundur nr. 300

1. nóvember 2019

Kirkjuráð – fundur nr. 300

KirkjuráðÞað voru tímamót í morgun þegar kirkjuráð kom til fundar á Biskupsstofu í Katrínartúni 4 og hélt sinn 300asta fund.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, er forseti kirkjuráðs en auk hennar sitja í ráðinu sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Axel Árnason Njarðvík, Stefán Magnússon og Svana Helen Björnsdóttir.

Kirkjuráð fer með framkvæmdavald í málefnum þjóðkirkjunnar eftir markaðri stefnu laga og samþykkta kirkjuþings. Ráðið fer með framkvæmd þeirra sameiginlegu verkefna þjóðkirkjunnar sem lög og stjórnvaldsreglur ætla því og erinda sem vísað er til þess, m.a. af hálfu kirkjuþings, prestastefnu, samtökum leikmanna, Alþingis og ráðherra.

Sjá nánar um kirkjuráð hér.
  • Biskup

  • Frétt

  • Fundur

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Biskup

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.