Kirkjuþingi fram haldið

3. nóvember 2019

Kirkjuþingi fram haldið

Fundur kirkjuþings. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir í ræðustól

Fundur kirkjuþings hófst í morgun kl. 9.00.

Fyrri umræða um mál kirkjuþings hélt áfram.

Lífleg umræða fór fram um tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, mál nr. 20. Stundum er umræða um val og veitingu embætta kölluð eilífðarumræða innan kirkjunnar því margar og ólíkar skoðanir eru uppi á þeim málum.

Þá fór einnig mikil umræða um tillögu til þingsályktunar um úttekt á prestssetra- og kirkjujörðum vegna endurheimtar votlendis og skógræktar (mál nr. 20). Fleiri mál af umhverfistoga liggja fyrir þinginu eins og tillaga til þingsályktunar um kolefnisjöfnun ferðalaga á vegum kirkjustjórnarinnar (mál nr. 25). Einnig tillaga til þingsályktunar um orkuskipti í samgöngum á vegum starfsfólks kirkjunnar, mál nr. 23.

Nú er hlé á fundum kirkjuþings. Fundur hefst aftur kl. 13.00 og stendur til kl. 16.30.

Streymt er frá fundum kirkjuþings með hljóði og mynd, sjá hér.

Málaskrá þingsins er hér.


  • Frétt

  • Fundur

  • Samfélag

  • Þing

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju