Laust embætti: Tímabundin setning

3. nóvember 2019

Laust embætti: Tímabundin setning

Gamli Laufásbærinn og Laufáskirkja
Biskup Íslands auglýsir eftir presti, eða guðfræðingi, sem uppfyllir skilyrði til setningar í prestsembætti skv. 38. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, til að sinna sóknarprestsþjónustu í Laufásprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Um tímabundna setningu í prestsembættið er að ræða, frá 18. nóvember 2019 – 15. janúar 2020.

Öflun íbúðarhúsnæðis, flutningar og kostnaður við hvort tveggja er á ábyrgð setts prests.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti fimmtudaginn 7. nóvember 2019.

Sjá nánar hér.
  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samstarf

  • Menning

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju