Nýr prestur á Klaustri

3. nóvember 2019

Nýr prestur á Klaustri

Ingimar Helgason

Ingimar Helgason mag. theol., var kjörinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Hann verður vígður 17. nóvember n. k.

Ingimar er fæddur á Akureyri árið 1984 en ólst upp á Vopnafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og einkaflugmannsprófi frá Flugskóla Íslands árið 2007. Ingimar lauk mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2018.

Ingimar hefur margvíslega starfsreynslu á kirkjulegum vettvangi. Á síðasta ári var hann kjörinn fulltrúi í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar. Um tíma gegndi hann í afleysingum  ritarastörfum í Grafarvogskirkju.

Kona Ingimars er Halldóra St. Kristjónsdóttir og er hún tæknimaður hjá DK-hugbúnaði. Þau eiga eitt barn.

Í Kirkjubæjarklaustursprestakalli eru Grafar-, Langholts-, Prestsbakka- og Þykkvabæjarklausturssóknir. Sóknir prestakallsins eru á samstarfssvæði með sóknum Víkurprestakalls í Suðurprófastsdæmi, þ. e. Ásólfsskála-, Eyvindarhóla-, Reynis-, Skeiðflatar-, Stóra-Dals og Víkursóknum.

Prestakallinu fylgir prestssetur á Kirkjubæjarklaustri og er presti skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili.

Skipað verður í embættið frá 15. nóvember 2019 til fimm ára.


  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Samfélag

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju