Þorlákshafnarprestakall laust

3. nóvember 2019

Þorlákshafnarprestakall laust

Þorlákshafnarkirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Þorlákshafnarprestakalli, Suðurprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Í Þorlákshafnarprestakalli, eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur:
Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, Hjallakirkja að Hjalla í Ölfusi og hin fornfræga Strandarkirkja að Strönd í Selvogi.

Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Hveragerðis- og Kotstrandarsóknum.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 9. desember 2019.

Sjá nánar hér.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði