Þorlákshafnarprestakall laust

3. nóvember 2019

Þorlákshafnarprestakall laust

Þorlákshafnarkirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Þorlákshafnarprestakalli, Suðurprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Í Þorlákshafnarprestakalli, eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur:
Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, Hjallakirkja að Hjalla í Ölfusi og hin fornfræga Strandarkirkja að Strönd í Selvogi.

Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Hveragerðis- og Kotstrandarsóknum.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 9. desember 2019.

Sjá nánar hér.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju