Glerárprestakall laust

4. nóvember 2019

Glerárprestakall laust

Glerárkirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarssóknum.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. desember 2019.

Nánari upplýsingar eru hér.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Starfsumsókn

  • Umsókn

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju