Glerárprestakall laust

4. nóvember 2019

Glerárprestakall laust

Glerárkirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarssóknum.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. desember 2019.

Nánari upplýsingar eru hér.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Starfsumsókn

  • Umsókn

  • Biskup

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík