Sett prestur í Patreksfjarðarprestakalli

6. nóvember 2019

Sett prestur í Patreksfjarðarprestakalli

Bryndís Svavarsdóttir

Biskup Íslands auglýsti eftir presti eða guðfræðingi til að sinna prestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi. Um tímabundna setningu er að ræða, frá 1. nóvember til 31. mai  2020.

Biskup Íslands hefur sett Bryndísi Svavarsdóttur til prestsþjónustunnar.

Bryndís er fædd 30. nóvember 1956 í Hafnarfirði.

Bryndís hefur fengist við ýmis störf á almennum vinnumarkaði. Vann sem fiskvinnslukona í Hafnarfirði, starfskona á Kópavogshælinu og Hrafnistu. Starfaði sem læknaritari, bankastarfsmaður og við afgreiðslustörf.

Í rúma tvo áratugi var hún heimavinnandi húsmóðir.

Bryndís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum Hraðbraut 2005, BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2008 og cand. theol.-prófi frá sama skóla 2012.

Bryndís hefur margvíslega reynslu úr kirkjulegu starfi. Hún var sjálfboðaliði í æskulýðsstarfi og sunnudagaskóla Ástjarnarkirkju með námi í guðfræðideildinni. Síðar æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju; sá einnig um æskulýðsstarf í Kálfatjarnarkirkju. Þá var hún æskulýðsstarfsmaður í Víðistaðakirkju og einnig í Digraneskirkju.

Hún er mikil útvistarkona og hefur verið skemmtiskokkari frá 1991.

Eiginmaður Bryndísar er Lúther Þorgeirsson, sjómaður. Þau eiga fjögur uppkomin börn.

Bryndís verður vígð 17. nóvember n. k.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju