Sett prestur í Patreksfjarðarprestakalli

6. nóvember 2019

Sett prestur í Patreksfjarðarprestakalli

Bryndís Svavarsdóttir

Biskup Íslands auglýsti eftir presti eða guðfræðingi til að sinna prestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi. Um tímabundna setningu er að ræða, frá 1. nóvember til 31. mai  2020.

Biskup Íslands hefur sett Bryndísi Svavarsdóttur til prestsþjónustunnar.

Bryndís er fædd 30. nóvember 1956 í Hafnarfirði.

Bryndís hefur fengist við ýmis störf á almennum vinnumarkaði. Vann sem fiskvinnslukona í Hafnarfirði, starfskona á Kópavogshælinu og Hrafnistu. Starfaði sem læknaritari, bankastarfsmaður og við afgreiðslustörf.

Í rúma tvo áratugi var hún heimavinnandi húsmóðir.

Bryndís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum Hraðbraut 2005, BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2008 og cand. theol.-prófi frá sama skóla 2012.

Bryndís hefur margvíslega reynslu úr kirkjulegu starfi. Hún var sjálfboðaliði í æskulýðsstarfi og sunnudagaskóla Ástjarnarkirkju með námi í guðfræðideildinni. Síðar æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju; sá einnig um æskulýðsstarf í Kálfatjarnarkirkju. Þá var hún æskulýðsstarfsmaður í Víðistaðakirkju og einnig í Digraneskirkju.

Hún er mikil útvistarkona og hefur verið skemmtiskokkari frá 1991.

Eiginmaður Bryndísar er Lúther Þorgeirsson, sjómaður. Þau eiga fjögur uppkomin börn.

Bryndís verður vígð 17. nóvember n. k.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði