Sett prestur í Patreksfjarðarprestakalli

6. nóvember 2019

Sett prestur í Patreksfjarðarprestakalli

Bryndís Svavarsdóttir

Biskup Íslands auglýsti eftir presti eða guðfræðingi til að sinna prestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi. Um tímabundna setningu er að ræða, frá 1. nóvember til 31. mai  2020.

Biskup Íslands hefur sett Bryndísi Svavarsdóttur til prestsþjónustunnar.

Bryndís er fædd 30. nóvember 1956 í Hafnarfirði.

Bryndís hefur fengist við ýmis störf á almennum vinnumarkaði. Vann sem fiskvinnslukona í Hafnarfirði, starfskona á Kópavogshælinu og Hrafnistu. Starfaði sem læknaritari, bankastarfsmaður og við afgreiðslustörf.

Í rúma tvo áratugi var hún heimavinnandi húsmóðir.

Bryndís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum Hraðbraut 2005, BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2008 og cand. theol.-prófi frá sama skóla 2012.

Bryndís hefur margvíslega reynslu úr kirkjulegu starfi. Hún var sjálfboðaliði í æskulýðsstarfi og sunnudagaskóla Ástjarnarkirkju með námi í guðfræðideildinni. Síðar æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju; sá einnig um æskulýðsstarf í Kálfatjarnarkirkju. Þá var hún æskulýðsstarfsmaður í Víðistaðakirkju og einnig í Digraneskirkju.

Hún er mikil útvistarkona og hefur verið skemmtiskokkari frá 1991.

Eiginmaður Bryndísar er Lúther Þorgeirsson, sjómaður. Þau eiga fjögur uppkomin börn.

Bryndís verður vígð 17. nóvember n. k.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

Háteigskirkja

Laust starf

30. apr. 2024
...prests í Háteigsprestakalli
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson

Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

30. apr. 2024
…í Garðaprestakall
Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju.jpg - mynd

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju 2024

29. apr. 2024
...mikil tónlistrveisla