Fundum kirkjuþings frestað

7. nóvember 2019

Fundum kirkjuþings frestað

Kirkjuþingsbjallan

Fundum kirkjuþings 2019 var frestað í gær fram í mars á næsta ári.

Alls voru 40 mála á dagskrá kirkjuþings 2019.

Þessi mál voru samþykkt:

Mál nr. 3 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 6 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 7 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 8 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 10 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 15 var samþykkt með einni breytingatillögu, þriggja manna starfshópur í stað fimm. Sjá málið hér.
Mál nr. 16 var samþykkt óbreytt.Sjá málið hér.
Mál nr. 17 var samþykkt óbreytt.Sjá málið hér.
Mál nr. 19 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 21 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 22 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 26 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 35 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 36 var samþykkt með einni breytingatillögu, Holti haldið inni sem prestssetri. Sjá málið hér.
Mál nr. 37 var samþykkt óbreytt. Sjá málið hér.
Mál nr. 38 var samþykkt með einni breytingatillögu. Mál nr. 38 er ekki inni á málaskrá á kirkjan.is - það kemur inn von bráðar:
Mál nr. 39 var samþykkt óbreytt.Sjá málið hér.
Mál nr. 40 var samþykkt óbreytt. (Sjá hér neðar).

Málum nr. 4, 5, 9, 11, 12, 13, 14, 18, 20, 23, 24,25,27, 28, 29, 30,31, 32, 33, 34, var frestað eftir fyrri umræðu og munu þau koma til kasta marsfundarins. Sjá málaskrá kirkjuþings um þau mál. 

Viðamesta málið (nr. 38) voru tillögur um breytingar á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997 nr. 78 með síðari breytingum. Allar fastanefndir þingsins fóru yfir lagatextann og gerðu tillögur um breytingar sem atkvæði voru greidd um.

Tillögurnar voru gerðar fyrst og fremst með það í huga að prestar verða ekki lengur embættismenn eftir áramótin, heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Breytingatillögurnar orða þetta ýmist með þeim hætti að talað er um að prestsþjónusta sé innt af hendi, eða að fólk hafi starf, fái starf, gegni starfi. Þessar tillögur fara svo fyrir alþingi.

Rætt var og um að frumvarp til þjóðkirkjulaga sem sent var til ráðherra fyrir tæpum tveimur árum verði að takast upp og laga það með tilliti til þeirra breytinga sem viðbótarsamningur við ríkið hefur í för með sér.

Lesa má síðar nánar um málin í Gerðum kirkjuþings.

Drífa Hjartardóttir, beindi því við lok þingsins til kirkjuráðs að sjá til þessa að nefndir kirkjuþings fengju fjármagn til að standa straum af kostnaði við fundahöld á næstunni.
Þá þakkaði forseti kirkjuþingsmönnum fyrir samvinnunna og samveruna. Jafnframt þakkaði hún starfsmönnum Biskupsstofu fyrir lipurð og ómetanlega vinnu fyrir þingið.

Mál nr. 40 er ekki á málaskrá kirkjan. is en svona lítur það út - minna um sig en mál nr. 38 og því birt hér:

Kirkjuþing 2019 40. mál – Þskj. 40 T I L L A G A til þingsályktunar um tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar (Lagt fyrir 59. kirkjuþing 2019) Flutt af biskupi Íslands Frsm.: Agnes M. Sigurðardóttir

Kirkjuþing 2019 samþykkir meðfylgjandi tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar: Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar Endurskoðuð 2019

Um grundvöll kirkjutónlistarinnar


Tónlistin er gjöf Guðs.

Grundvöllur kirkjutónlistar er trúin á þríeinan Guð, föður, son og heilagan anda. Hún er samofin sköpuninni og inntaki fagnaðarerindisins og er farvegur heilags anda. Kristin kirkja um allan heim býr að ríkulegum tónlistararfi. Grunnur þess arfs er söngur Davíðssálma og annarra ljóða Biblíunnar. Þjóðkirkjan byggir á þessari arfleifð aldanna og mótar hana og þróar.

Um kirkjusönginn

Þjóðkirkjan er syngjandi kirkja. Guðsþjónustan er Guði til dýrðar og söfnuðinum til blessunar og uppbyggingar í trú, von og kærleika. Söngur og tónlist tengir fólk á einstakan hátt. Helgihaldið byggir á almennri, litúrgískri þátttöku og almennur söngur hefur grundvallarvægi þ.m.t. við skírn, fermingu, hjónavígslu og útför. Meginreglan er að í kirkjunni fari fram lifandi tónlistarflutningur, hljóðritanir komi ekki í staðinn og textar séu almennt á íslensku.

Um hljóðfærin í kirkjunni

Hið hefðbundna hljóðfæri kirkjunnar er orgelið. Hlutverk þess er að styðja við safnaðarsöng og prýða helgihald og tónleika. Önnur hljóðfæri sem notuð eru í kirkjunni þjóna einnig þeim tilgangi.

Um sálmabókina og tónlist utan sálmabókar


Sálmabókin er söngbók kirkjunnar. Hún geymir kjarna kirkjusöngsins og er í stöðugri þróun. Söfnuðir þjóðkirkjunnar syngja einnig trúarlega texta og lög utan sálmabókar þegar það hentar. Tónlist utan sálmabókar með veraldlegum texta getur verið viðbót sem þjónar tilgangi athafnarinnar, en leysir aldrei sálminn af hólmi við kirkjulegar athafnir. Framkvæmd kirkjutónlistarstefnunnar er skilgreind í starfsreglum um kirkjutónlist nr. 1074/2017.

  • Frétt

  • Fundur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði