Sett prestur í Laufási

12. nóvember 2019

Sett prestur í Laufási

María Gunnarsdóttir

Umsóknarfrestur um tímabundna setningu í Laufásprestakall í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi rann út 7. nóvember s. l. Setningin nær frá n.k. 18. nóvember til 15. janúar 2020.

Biskup Íslands hefur sett Maríu Gunnarsdóttur, cand. theol., í embættið.

María er fædd árið 1971 í Reykjavík og alin upp í Breiðholtinu. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Embættisprófi í guðfræði lauk hún frá H.Í., árið 2012 og diplomanámi í sálgæslu árið 2019 og er nú í meistaranámi í sálgæslu við H.Í. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Biskupsstofu frá 2018, sinnt æskulýðsstarfi í Digraneskirkju, Víðistaðakirkju og fræðslustarfi hjá íslenska söfnuðinum í Noregi.

Eiginmaður Maríu er Björn Þ. Vilhjálmsson og eiga þau tvær dætur.

María verður vígð n. k. sunnudag, 17. nóvember, í Dómkirkjunni í Reykjavík.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju