Sett prestur í Laufási

12. nóvember 2019

Sett prestur í Laufási

María Gunnarsdóttir

Umsóknarfrestur um tímabundna setningu í Laufásprestakall í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi rann út 7. nóvember s. l. Setningin nær frá n.k. 18. nóvember til 15. janúar 2020.

Biskup Íslands hefur sett Maríu Gunnarsdóttur, cand. theol., í embættið.

María er fædd árið 1971 í Reykjavík og alin upp í Breiðholtinu. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Embættisprófi í guðfræði lauk hún frá H.Í., árið 2012 og diplomanámi í sálgæslu árið 2019 og er nú í meistaranámi í sálgæslu við H.Í. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Biskupsstofu frá 2018, sinnt æskulýðsstarfi í Digraneskirkju, Víðistaðakirkju og fræðslustarfi hjá íslenska söfnuðinum í Noregi.

Eiginmaður Maríu er Björn Þ. Vilhjálmsson og eiga þau tvær dætur.

María verður vígð n. k. sunnudag, 17. nóvember, í Dómkirkjunni í Reykjavík.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju