Sett prestur í Laufási

12. nóvember 2019

Sett prestur í Laufási

María Gunnarsdóttir

Umsóknarfrestur um tímabundna setningu í Laufásprestakall í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi rann út 7. nóvember s. l. Setningin nær frá n.k. 18. nóvember til 15. janúar 2020.

Biskup Íslands hefur sett Maríu Gunnarsdóttur, cand. theol., í embættið.

María er fædd árið 1971 í Reykjavík og alin upp í Breiðholtinu. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Embættisprófi í guðfræði lauk hún frá H.Í., árið 2012 og diplomanámi í sálgæslu árið 2019 og er nú í meistaranámi í sálgæslu við H.Í. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Biskupsstofu frá 2018, sinnt æskulýðsstarfi í Digraneskirkju, Víðistaðakirkju og fræðslustarfi hjá íslenska söfnuðinum í Noregi.

Eiginmaður Maríu er Björn Þ. Vilhjálmsson og eiga þau tvær dætur.

María verður vígð n. k. sunnudag, 17. nóvember, í Dómkirkjunni í Reykjavík.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði