Sett prestur í Laufási

12. nóvember 2019

Sett prestur í Laufási

María Gunnarsdóttir

Umsóknarfrestur um tímabundna setningu í Laufásprestakall í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi rann út 7. nóvember s. l. Setningin nær frá n.k. 18. nóvember til 15. janúar 2020.

Biskup Íslands hefur sett Maríu Gunnarsdóttur, cand. theol., í embættið.

María er fædd árið 1971 í Reykjavík og alin upp í Breiðholtinu. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Embættisprófi í guðfræði lauk hún frá H.Í., árið 2012 og diplomanámi í sálgæslu árið 2019 og er nú í meistaranámi í sálgæslu við H.Í. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Biskupsstofu frá 2018, sinnt æskulýðsstarfi í Digraneskirkju, Víðistaðakirkju og fræðslustarfi hjá íslenska söfnuðinum í Noregi.

Eiginmaður Maríu er Björn Þ. Vilhjálmsson og eiga þau tvær dætur.

María verður vígð n. k. sunnudag, 17. nóvember, í Dómkirkjunni í Reykjavík.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Leikskólabörn í Egilsstaðakirkju

Mikil ánægja með skólaheimsóknir á aðventunni um allt land

13. des. 2024
...bæði í kirkjum og skólum
Liljuhafar í Egilsstaðakirkju-sjá nöfn í frétt

Glaðir Liljuhafar

13. des. 2024
...á Héraði
Jólagleði salurinn.jpg - mynd

Einlæg vinátta verður til

12. des. 2024
...á jólagleði Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma