Tónmenntasjóður kirkjunnar

14. nóvember 2019

Tónmenntasjóður kirkjunnar

Fætur kirkjuorganistansHægt er að sækja um styrki í Tónmenntasjóð kirkjunnar til miðnættis sunnudaginn 24. nóvember n.k.

Umsóknir sendist á netfangið: margret.boasdottir@kirkjan.is

Samkvæmt reglum sem taka til sjóðsins skal hann styrkja tónskáld og textahöfunda sem semja kirkjuleg verk.

Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að styrkhæf verk séu meðal annars: frumsköpun tónlistar og útsetningar; textar og þýðingar við tónlist; útgáfa á nótum sem og hljóðritum; og heimildarit um kirkjutónlist. Sjóðurinn styrkir ekki tónleikahald.

Þar sem ekkert sérstakt eyðublað fyrir styrkumsókn er til þá skal eftirfarandi koma fram í umsókninni: nafn, heimilisfang, kennitala, netfang og símanúmer. Einnig stutt ferilskrá og greinargóð lýsing á verkefninu ásamt kostnaðaráætlun. Þá er hægt að senda sýnishorn með umsókn.

Úthlutun styrkja fer fram í desember á þessu ári.

Í stjórn Tónlistarsjóð kirkjunnar eru:

Margrét Bóasdóttir, formaður, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra

Hildigunnur Rúnarsdóttir, meðstjórnandi, tilnefnd af STEF

Hrafn Andrés Harðarson, meðstjórnandi, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands

Varamenn eru:

Gunnar Andreas Kristinsson
tilnefndur af STEF

Margrét Lóa Jónsdóttir
tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands





 
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Hrönn Guðjónsdóttir

Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóv. 2024
...fræðslumorgunn á foreldramorgni