Jákvæð áhersla á samfélagið

21. nóvember 2019

Jákvæð áhersla á samfélagið

Altariskross Breiðholtskirkju

Kirkjan. is hafði samband við sr. Guðmund Karl Brynjarsson en hann mun stýra Tómasarmessu sem haldin verður í Breiðholtskirkju sunnudaginn 24. nóvember kl. 20. 00. Þetta er síðasta Tómasarmessan fyrir jól.

Tómasarmessuformið hefur verið notað um nokkurra ára skeið og gefið mjög góða raun.

Sr. Guðmundur Karl kom að því á sínum tíma að ýta ásamt öðrum úr vör Tómasarmessum í Breiðholti en þá var hann skólaprestur.

„Mér finnst kostirnir við Tómasarmessuna vera hin jákvæða áhersla á samfélagið og auknir möguleikar á þátttöku fólksins í helgihaldinu sjálfu,“ segir sr. Guðmundur Karl, „og þá ekki síst á sviði bænarinnar.“ Hann segir að hægt sé að óska fyrirbænar með því að leggja bænarefni sín fram skriflega. Þannig gefist fleirum tækifæri til að biðja fyrir því sem liggur ýmsum á hjarta.

„Tómasarmessan á rætur sínar í Finnlandi,“ segir sr. Guðmundur Karl, „og henni er ætlað að koma til móts við efasemdir nútímamannsins.“

Nokkrir prestar og djáknar koma að guðsþjónustuhaldinu ásamt sr. Guðmundi Karli. Matthías V. Baldursson sér um tónlistina ásamt Páli Magnússyni. Í heimsókn kemur hljómsveit Kristilegra skólasamtaka.Tónlist er að vanda úr ýmsum áttum sem og söngurinn sem allir geta tekið þátt í.


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.